Banna starfsemi Al Jazeera

GORAN TOMASEVIC

Upplýsingaráðherra Egyptalands hefur tilkynnt að arabísku sjónvarpsstöðinni Al Jazeera megi ekki starfa í Egyptalandi, en stöðin hefur fjallað ítarlega um mótmælin í Egyptalandi sem staðið hafa í tæplega viku. Ráðherrann sagði að lokað yrði fyrir útsendingar stöðvarinnar í landinu.

Forsvarsmenn Al Jazeera hafa fordæmt ákvörðun stjórnvalda í Egyptalandi sem þeir segja vera tilraun til að þakka niður í rödd fólksins í landinu.

Stjórnvöldum í Egyptalandi er mikið í mun að reyna að hafa áhrif á möguleika íbúa landsins til að afla upplýsinga um ástandið í landið og ákvörðun um að banna starfsemi Al Jazeera er dæmi um það.

Fyrir helgi stöðvuðu stjórnvöld þjónustu fjögurra stærstu netþjóna landsins sem leiddi til þess að 97% af allri netumferð stöðvaðist. Þau hafa einnig truflað farsímaþjónustu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert