Egyptar undirbúa milljón manna göngu

Allsherjarverkfall er fyrirhugað í dag í Egyptalandi, áttunda dag mótmælanna gegn Hosni Mubarak, forseta landsins. Yfir 5000 manns eru nú samankomin í miðborg Kaíró, en síðar í dag er „milljón manna kröfugangan“ áformuð.

Margir skeyttu engu um útgöngubann og vörðu nóttinni á Tahrir torgi í miðborginni.

Svipuð kröfuganga hefur einnig verið skipulögð í hafnarborginni Alexandríu, lestarferðir hafa  verið felldar niður til og frá borginni, til að stemma stigu við að fólk flykkist til borgarinnar til að taka þátt í mótmælunum.

Að minnsta kosti 125 hafa látið lífið í mótmælunum.

Frá vettvangi mótmælanna í Kaíró. Stór kröfuganga er fyrirhuguð í …
Frá vettvangi mótmælanna í Kaíró. Stór kröfuganga er fyrirhuguð í dag. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert