Fær Wikileaks Nóbelinn?

Julian Assange, stofnandi Wikileaks.
Julian Assange, stofnandi Wikileaks. Reuters

Norski þingmaðurinn Snorre Valen sagðist í dag hafa tilnefnt uppljóstrunarsíðuna Wikileaks til Nóbelsverðlaunanna í ár. Hann segir síðuna vera mælitæki á gegnsæi í heiminum, þar á meðal í lýðræðislegum ríkjum. Á vefsíðu sinni segir Valens að Wikileaks hafi m.a. afhjúpað spillingu, stríðsglæpi og pyndingu - sem bandalagsmenn Norðmanna hafi átt, í einhverjum tilfellum, þátt í. 

Frestur tilnefninga til Friðarverðlauna Nóbels rann út í gær. Nöfnum þeirra tilnefndu er haldið leyndum í fimmtíu ár en þeir sem hafa rétt á að tilnefna til verðlaunanna mega sjálfir segja frá sínu vali. Í október er svo tilkynnt um hver hlýtur Nóbelinn.

Kínverski andófsmaðurinn Liu Xiaobo hlaut Friðarverðlaun Nóbels í fyrra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert