Fær Wikileaks Nóbelinn?

Julian Assange, stofnandi Wikileaks.
Julian Assange, stofnandi Wikileaks. Reuters

Norski þingmaðurinn Snorre Valen sagðist í dag hafa tilnefnt uppljóstrunarsíðuna Wikileaks til Nóbelsverðlaunanna í ár. Hann segir síðuna vera mælitæki á gegnsæi í heiminum, þar á meðal í lýðræðislegum ríkjum. Á vefsíðu sinni segir Valens að Wikileaks hafi m.a. afhjúpað spillingu, stríðsglæpi og pyndingu - sem bandalagsmenn Norðmanna hafi átt, í einhverjum tilfellum, þátt í. 

Frestur tilnefninga til Friðarverðlauna Nóbels rann út í gær. Nöfnum þeirra tilnefndu er haldið leyndum í fimmtíu ár en þeir sem hafa rétt á að tilnefna til verðlaunanna mega sjálfir segja frá sínu vali. Í október er svo tilkynnt um hver hlýtur Nóbelinn.

Kínverski andófsmaðurinn Liu Xiaobo hlaut Friðarverðlaun Nóbels í fyrra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

50 Tonna legupressur
50 Tonna legupressur loft / glussadrifnar, snilldargræja á fínu tilboðsverði nú...
Styttur eftir Miðdal til sölu
Til sölu styttur eftir Guðmund frá Miðdal, Sólskríkjur Maríuerlur. Músarri...
HARMONIKKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Smíðum eftir máli, oftast afgreiddar samdægurs, verð frá kr. 13.900,- Mex ehf, ...
Sólin er kl. 7 á Hreiðarsstaðafjallinu
Bók sem leynir á sér eftir Jóhannes Sigvaldason úr Svarfaðardal. Norðlenski húmo...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Styrkir virk
Styrkir
Styrkir VIRK Virk starfsendurhæfingar...
Framhaldsuppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...