Aukin harka í Kaíró

Sjö hafa látist í mótmælunum í Kaíró síðastliðinn sólarhring, þar af voru fjórir skotnir í gærkvöldi og í morgun.

Yfir eitt þúsund hafa særst frá því  í gær, þar af eru tugir manna særðir eftir skothríð stuðningsmanna Mubaraks Egyptalandsforseta, en þeir halda til á Október brúnni og skjóta þaðan á mótmælendur.

Mótmælin hafa tekið nýja stefnu eftir að stuðningsmenn forsetans hófu afskipti af þeim, en fram að því voru þau tiltölulega friðsamleg.Þeir hafa riðið um Tahrir torg á hestum og kameldýrum í því skyndi að ógna mótmælendum og hafa kastað steypuklumpum ofan af húsþökum til að styggja þá.

Mótmælendum tókst að handsama nokkra þeirra og afhentu þá her landsins. En þeim var sleppt samstundis og þá útbjuggu mótmælendurnir fangelsi, þar sem þeir héldu stuðningsmönnum forsetans föngnum. Þeir munu hafa misþyrmt þeim.

Mikil mótmæli eru fyrirhuguð á föstudaginn, þann dag hafa mótmælendur kallað „brottfarardag Mubaraks“ og vísa þar til þess að þeir krefjast að hann víki úr embætti ekki síðar en þá.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Rúmgóð risíbúð
Rúmgóð risíbúð í rólegu fjórbýlishúsi með góðum garði í Suðurhlíðum Kópavogs til...
NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...
Íbúð á Selfossi
Reyklausir leigjendur velkomnir í góða 2-3ja herb. íbúð á Selfossi til 01.06 .2...
VIÐHALD FASTEIGNA
Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. sími: 544-44...
 
Lækjarmel 12
Atvinnuhúsnæði
Stórglæsilegt iðnaðarhúsnæði Lækjarme...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar og útskurður með leiðb...
Atvinna óskast
Starf óskast
Atvinna óskast Véliðnfræðingur / vél...