Afhöfðaði eiginkonu sína

Hassan hjónin á meðan allt lék í lyndi.
Hassan hjónin á meðan allt lék í lyndi.

Stjórnandi sjónvarpsstöðvar í New York hefur verið fundinn sekur um að hafa stungið konu sína til bana og síðan afhöfðað hana.

Maðurinn, Muzzammil Hassan, sem er frá Pakistan, myrti konu sína Aasiya, sex dögum eftir að hún sótti um skilnað frá honum árið 2009.

Hann hefur aldrei neitað sök, hann sagði konu sína hafa misþyrmt sér og að hann hefði þurft að verja sig. Hann tilkynnti sjálfur um dauða konu sinnar.

Hann afþakkaði aðstoð lögfræðings og varði sig sjálfur í  réttarhöldunum, sem tóku þrjár vikur.

Sjónvarpsstöðin sem Hassan rekur heitir Bridges og hann setti hana á stofn eftir árásirnar á tvíburaturnana í New York árið 2001, til að vega upp á móti neikvæðri fjölmiðlaumfjöllun um múslíma. 

Hjónin höfðu verið gift í átta ár og áttu saman tvö börn.

-
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert