Jöklar í Mexíkó bráðna hratt

Svo virðist sem að jöklar í Mexíkó séu að bráðna hraðar af völdum loftlagsbreytinga en menn hafa hingað til talið. Tvo jökla er enn að finna í Mexíkó og að sögn vísindamanna eru líkur á því að þeir muni verða horfnir innan fjögurra ára. 

Á toppi eldfjallsins Iztaccihuati, sem hefur legið í dvala, má finna annan jökulinn. Á undanförnum árum hefur umhverfið verið að breytast mikið að sögn sérfróðra. Þar snjóar mjög lítið og víða er farið að sjást í gróður þar sem áður var ís. 

Vísindamaðurinn Hugo Delgado segir að jöklar séu að hopa víða um heim vegna loftlagsbreytinga. Hann bendir á að jöklarnir nái hvorki að viðhalda stærð sinni né stækka vegna aukinna hlýinda. Delgado segir að ef það fari svo að jöklarnir hverfi fyrir fullt og allt þá geti það leitt til þess að hitastig í landinu fari hækkandi auk þess sem það geti orðið breytingar á vistkerfinu í námunda við jöklana.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert