Egypskir ráðherrar handteknir

Hosni Mubarak, fyrrverandi forseti Egyptalands.
Hosni Mubarak, fyrrverandi forseti Egyptalands.

Tveir fyrrverandi ráðherrar í ríkisstjórn Hosni Mubarak og viðskiptamaður hafa verið handteknir í Egyptalandi vegna gruns um að þeir hafi skotið undan opinberu fé.

Saksóknarar fyrirskipuðu að fyrrverandi ferðamálaráðherranum Zuheir Garana og fyrrverandi ráðherra húsnæðismála, Ahmed al-Maghrabi, auk viðskiptamannsins Ahmad Ezz, yrði haldið í fimmtán daga vegna rannsóknarhagsmuna.

Innanríkisráðherrann Habib el-Hadly var einnig handtekinn vegna gruns um peningaþvætti.




mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert