Castro segir Bandaríkin senda NATO inn í Líbíu

Fidel Castro, fyrrverandi forseti Kúbu.
Fidel Castro, fyrrverandi forseti Kúbu. Reuters

Bandaríkin hafa engan áhuga á friði í Líbíu og hafa aðeins áhyggjur af olíuforða landsins að sögn Fidels Castro, fyrrverandi leiðtoga Kúbu. Sagði hann að bandarísk stjórnvöld myndu ekki hika við að skipa NATO að ráðast inn í landið.

Lét Castro þessi orð falla í pistli í ríkisfjölmiðli. Sagði hann að of snemmt væri að segja til um hvað væri að gerast í Líbíu. Lagði hann áherslu á mikilvægi olíunnar og að það hefði verið markmið Bandaríkjamanna um lengri tíma að stjórna olíuforða heimsins.

„Það er sem er algerlega augljóst fyrir mér er að ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur engar áhyggjur af friði í Líbíu,“ skrifaði forsetinn fyrrverandi. Minntist hann hvergi á beinan hátt á fréttir þess efnis að hundruð mótmælenda hafi látist í átökum við öryggissveitir í pistli sínum.

„Við verðum að bíða þess að komast að því nákvæmlega hversu mikið er satt og hvað eru lygar.“

Castro og Gadaffi voru bandamenn í mörg ár enda deildu þeir harðri andstöðu við Bandaríkjanna auk þess að hafa staðið fyrir byltingum í heimalöndum sínum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert