Nýi forsætisráðherrann er 84 ára gamall

Mohamed Ghannouchi sagði af sér í dag.
Mohamed Ghannouchi sagði af sér í dag. Reuters

Nýi forsætisráðherra Túnis er 84 ára gamall og hefur í áratugi starfað með Ben Ali, fyrrverandi forseta, sem hrökklaðist frá völdum í janúar. Tilkynnt var að Beji Caid-Essebsi, hefði tekið við embætti forsætisráðherra eftir að Mohammed Ghannouchi sagði af sér. Ólíklegt er talið að þessi breyting dragi úr mótmælum í landinu.

Mótmæli hafa haldið áfram í Túnis frá því að Ben Ali sagði af sér forsetaembætti. Mótmælendur telja að þeir sem nú stjórna landinu ætli sér ekki að hrinda í framkvæmd boðuðum breytingum á stjórnarfari. Þeirra helsta krafa hefur verið að Ghannouchi fari frá, en hann er 69 ára gamall og vann lengi náið með Ben Ali.

Ólíklegt er talið að mótmælendur sætti sig við nýja forsætisráðherra. Mótmæli hafa haldið áfram í Túnis þó að forseti landsins hafi flúið land. A.m.k. þrír létust í mótmælum í landinu í gær. Ríkisstjórnin hefur lofað umbótum og að kosningar fari fram í júlí.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert