Voru óviðbúin íslensku eldgosi

Gosmökkurinn úr Eyjafjallajökli.
Gosmökkurinn úr Eyjafjallajökli. mbl.is/Árni Sæberg

Bresk stjórnvöld voru algerlega óviðbúin því, að eldgos á Íslandi kynni að trufla flugsamgöngur þrátt fyrir ítrekaðar viðvaranir. Þetta er niðurstaða óháðrar breskrar rannsóknar, sem sagt var frá í dag.

Aska frá eldgosinu í Eyjafjallajökli í apríl í fyrra leiddi til þess, að flugumferð í Evrópu stöðvaðist nánast í tæpa viku og þúsundir ferðamanna urðu strandaglópar víðsvegar um heiminn.

Breska blaðið Independent segir í dag, að bresk stjórnvöld hafi hins vegar ákveðið árið 2009, að gera ekki ráð fyrir slíkum atburðum í áhættumati vegna náttúruhamfara.  

Blaðið segir, að skýrsla, sem vísinda- og tækninefnd breska þingsins lét gera, sýni að bresk stjórnvöld hafi tilhneigingu til að leita vísindalegrar ráðgjafar eftir að skaðinn er skeður frekar en að reyna að búa sig undir hann og draga þannig úr afleiðingunum. 

Frétt Independent

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert