Átök milli múslíma og kristinna í Kaíró

Messa kristinna mann í Egyptalandi til minningar um fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar ...
Messa kristinna mann í Egyptalandi til minningar um fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar þann 1. janúar 2011. Reuters

Að minnsta kosti einn maður er látinn eftir blóðug átök sem brutust út milli kristinna manna og múslima í Kaíró í Egyptalandi í kvöld. Fyrstu heimildir herma að sá látni sé kristinn.

Ofbeldið braust út þegar meðlimir koptakirkjunnar, hinnar fornu þjóðkirkju Egyptalands, mótmæltu íkveikju í kirkju í suðurhluta landsins í síðustu viku. BBC hefur eftir vitnum að herinn hafi skotið varúðarskotum út í loftið til að dreifa múgnum.

Mikil spenna hefur verið milli trúarhópa í landinu undanfarið. Rúmir tveir mánuðir eru liðnir síðan sjálfsmorðsárás var framin við kirkju í Alexandríu með þeim afleiðingum að 23 kristnir menn létu lífið. Kristnir menn eru um 10% egypsku þjóðarinnar. Þeir hafa margsinnis kvartað undan áreitni og ofsóknum vegna trúar sínar og halda því fram að yfirvöld refsi vægt eða alls ekki fyrir árásir á kristna menn.

Í janúar var Egypti dæmdur til dauða fyrir að skjóta til bana sex kristna menn og múslímskan lögreglumann í suðurhluta landsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
Flott föt, fyrir flottar konur
Vertu þú sjálf, vertu Bella Donna Fallegur og vandaður fatnaður, frá Hollandi, ...
Íslensk fornrit og Saga Íslands
Íslensk fornrit til sölu, Íslendingasögur og Landnáma, bindi 1-12 og 14. Saga ...
Sendibílaþjónustan Skutla. Sími 867-1234
Tökum að okkur allrahanda sendibílaþjónustu á sanngjörnu verði. Sjá nánar á www....
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Aflaheimildir
Tilkynningar
Auglýsing eftir umsóknum um afla...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl 9 og gö...