Gaddafi varar Sarkozy og Cameron við

Orrustuflugvél var skotin niður yfir Benghazi í Líbíu í morgun.
Orrustuflugvél var skotin niður yfir Benghazi í Líbíu í morgun. Reuters

Moammar Gaddafi, einræðisherra Líbíu, hefur sent Nicolas Sarkozy, forseta Frakklands, og David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, orðsendingu og segir að þeir muni sjá eftir því ef þeir blanda sér í málefni Líbíu. 

„Ef þið blandið ykkur í málefni lands okkar munið þið sjá eftir því," hafði talsmaður Gaddafis eftir einræðisherranum.  „Öll líbíska þjóðin stendur að baki mér og hún er reiðubúin til að deyja fyrir mig: karlar, konur og jafnvel börn."

Talsmaðurinn sagði einnig að Gaddafi hefði sent Barack Obama, Bandaríkjaforseta og Ban Ki-moon, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna orðsendingar þar sem hann lýsti þeirri skoðun að samþykkt öryggisráðs SÞ um flugbann yfir Líbíu brygi gegn stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert