Her Gaddafis nær Benghazi

Særður uppreisnarmaður í Benghazi í morgun.
Særður uppreisnarmaður í Benghazi í morgun. Reuters

Herflokkar hliðhollir Múammar Gaddafi, einræðisherra Líbíu, eru komnir inn í borgina Benghazi, sem uppreisnarmenn hafa haft á valdi sínu undanfarnar vikur.

Fréttamaður breska ríkisútvarpsins BBC segir, að skriðdrekar herflokka Gaddafis séu komnir inn í borgina.

Í gær lýstu stjórnvöld í Líbíu yfir einhliða vopnahléi í átökum við uppreisnarmenn. Var það gert í kjölfar samþykktar öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um flugbann yfir Líbíu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert