Segir aðgerðirnar byggðar á misskilningi

Árásir bandamanna má rekja til stórs misskilnings á eðli uppreisnarinnar í Líbíu, sagði sonur Muammars Gaddafis í viðtali við bandarískju ABC sjónvarpsstöðina í dag. Kallaði hann uppreisnarmennina glæpamenn og hryðjuverkamenn.

„Af hverju ætti faðir minn að stíga til hliðar?“ spurði hann í viðtalinu. „Þetta er mikill misskilningur. Landið er sameinað í baráttunni gegn vopnuðum skæruliðum og hryðjuverkamönnum,“ sagði Saif al-Islam.

„Ef þið Bandaríkjamenn viljið hjálpa fólkinu í Benghazi, farið þá þangað og frelsið Benghazi frá skæruliðunum og hryðjuverkamönnunum.“

Aðspurður sagði hann að þrátt fyrir að mikla reiði vegna aðgerða vesturveldanna, yrði ekki ráðist á borgaralegar flugvélar yfir Miðjarðarhafi í hefndarskyni.

Skriðdreki springur eftir árásir Breta, Bandaríkjamanna og Frakka.
Skriðdreki springur eftir árásir Breta, Bandaríkjamanna og Frakka. Reuter
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert