Sprengjum varpað á Tripoli

Sprengjur sprungu skammt frá höfuðstöðvum Múammars Gaddafis, einræðisherra Líbíu, í Tripoli í nótt. Loftvarnaskothríð heyrðist frá miðborginni.

Fréttamaður AFP fréttastofunnar sagði, að sprengjurnar hefðu sprungið eftir að flugvél flaug yfir Bab al-Aziziyah svæðið í suðurhluta Tripoli. Ekki var ljóst hvar sprengjurnar lentu.

Bresk stjórnvöld sögðu í nótt að breskar Tornado orrstuflugvélar hefðu gert loftárásir á Líbíu. 

Afríkusambandið krafðist þess í nótt að allar árásir á Líbíu yrðu stöðvaðar. Þessi krafa kom fram eftir fjögurra stunda langan fund í  Nouakchotts, höfuðborg Máritaníu. 

Líbíustjórn fullyrti í nótt, að 48 manns hefðu látið líifð í árásum vesturveldanna á Líbíu í gær.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert