Obama: Sem flestir axli ábyrgð

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, segir að Bandaríkin muni aðeins leiða hernaðaraðgerðirnar í Líbíu um stundarsakir. Innan fárra daga muni aðrar þjóðir taka við. Tilgangurinn sé sá að sem flest ríki axli ábyrg á því að framfylgja ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna.

Obama segir að NATO muni vinna að því að samræma aðgerðirnar. Breska ríkisútvarpið greinir frá því að ekki séu öll ríki sammála um hvernig eigi að standa að aðgerðunum. Frakkar og Tyrkir hafi t.d. neitað að leiða hernaðaraðgerðirnar.

Ályktun SÞ var samþykkt til að vernda saklausa borgara fyrir árásum hersveita Gaddafis. Enn er hart barist og hafa skothvellir heyrst frá loftvarnabyssum í Trípólí.

Obama, sem er í opinberri heimsókn í Síle, segir að þegar búið verður að ná upphaflegum markmiðum með loftárásunum þá muni aðrir taka við af Bandaríkjunum að framfylgja flugbanninu. Skiptin muni eiga sér stað „innan fárra daga, ekki vikna.“

Obama segir að um samstarfsverkefni sé að ræða sem Bandaríkin muni taka þátt í.

„Staðan er að breytast á jörðu niðri, og það hversu fljótt við getum loki tilfærslunni fer eftir ráðleggingum herforingja okkar varðandi það að fyrsta áfanga aðgerðanna hafi verið náð,“ segir Obama.

Obama bendir á að Bandaríkin hafi orðið að bera alla byrðina þegar þau hafi einhliða og án stuðnings alþjóðasamfélagsins ákveðið að ráðast inn í önnur ríki. Nú sé öldin önnur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Fágæt tímarit til sölu, Birtingur, Jökull, Líf og list o.fl.
til sölu nokkur fágæt tímarit, Jökull, tímarit jöklarannsóknarfélagsins 1-47 á...
ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR !!!!!!!!!!
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við BYKO. Mikið úrval af fallegum ...
EKTA PARKETLISTAR - GÓLFLISTAR - GEREKTI
Gegnheilir harðviðarlistar, spónl. gerefti. Facebook>Magnus Elias/Mex bygg S. 84...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-15. Opið ...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...