Uppreisnarmenn vilja vopnahlé

Uppreisnarmenn vilja að hersveitir Gaddafis hætti umsátrinu um líbískar borgir.
Uppreisnarmenn vilja að hersveitir Gaddafis hætti umsátrinu um líbískar borgir. Reuters

Líbískir uppreisnarmenn vilja að samið verði tafarlaust um vopnahlé og að umsátrinu um líbískar borgir verði aflétt. Þetta kom fram á fundi leiðtoga uppreisnarmanna og sendifulltrúa Sameinuðu þjóðanna sem haldinn var í Tobruk í gær.

Er þetta fyrsti fundurinn sem Abdel Elah Al Khatib á með uppreisnarmönnunum en hann vildi „heyra þeirra skoðun og afstöðu til ástandsins í Líbíu.“

Átök brutust út á milli stuðningsmanna og uppreisnarmanna í borginni Yafran, sem er staðsett suðvestur af höfuðborginni Trípolí, í gær og í dag. A.m.k. níu hafa fallið í átökunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert