Greiða fórnarlömbunum 19 milljarða í bætur

Alvarlegt kynferðislegt ofbeldi átti sér stað í skólunum.
Alvarlegt kynferðislegt ofbeldi átti sér stað í skólunum. Reuters

Kaþólska kirkja í Bandaríkjunum hefur fallist á að greiða 166 milljónir dollara (jafnvirði 19 milljarða króna) til nokkur hundruð fórnarlamba kynferðisofbeldis. Það voru prestar í skólum sem stýrt var af Jesúíta-reglunni sem níddust á börnum á árunum 1940-1990. Kirkjan hefur einnig beðið fórnarlömbin afsökunar á því ofbeldi sem þau máttu sæta.

Mörg fórnarlambanna eru af indíánaættum. „Þetta er dagur reikningsskila og réttlætis,“ sagði Clarita Vargas sem er ein þeirra sem mátti þola ofbeldi af hálfu prests meðan hún var í skóla. „Sál mín var særð, en þetta bætir líðan mína.“

Samningurinn sem gerður var um bætur nær til skóla sem voru reknir í Alaska, Idaho, Montana, Oregon og Washington. Kirkjan er sökuð um að hafa sett presta sem hún vissi að voru til vandræða til starfa í þessum skólum. Samtals fá 524 sem sættu andlegu og líkamlegu ofbeldi bætur á grundvelli samningsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert