Mestu mótmæli síðan 2003

Mótmælin í London í gær eru þau fjölmennustu síðan efnt var til mótmæla gegn Íraksstríðinu árið 2003. Mótmælendur létu óánægju sína í ljós með því að ráðast á verslanir og fyrirtæki í miðborg London. Margir voru handteknir.

Talið er að um 250 þúsund manns hafi tekið þátt í mótmælunum. Það var launþegahreyfingin sem stóð fyrir mótmælunum, en með þeim vildi hún koma á framfæri andstöðu við niðurskurðartillögur ríkisstjórnarinnar.

Mótmælendur létu óánægju sína í ljós m.a. með því að vinna skemmdarverk á bönkum sem þeir telja að eigi sök á efnahagskreppunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert