Áskriftargjald á vef New York Times

Vefur New York Times.
Vefur New York Times.

Bandaríska dagblaðið The New York Times hóf að rukka lesendur vefsíðu sinnar í dag fyrir aðgang að öllu efni á síðunni. Mikill afsláttur var veittur í tilefni dagsins til að lokka fyrstu áskrifendurna að hinum stafræna fjölmiðli.

Tilboðið hljómar þannig að fyrstu fjórar vikurnar greiða lesendur sama verð fyrir allar áskriftarleiðirnar sem eru í boði, aðeins 99 cent. Eftir það mun fjögurra vikna ótakmarkaður aðgangur að NYTimes.com og sérstakur hugbúnaður fyrir lesendur í síma kosta fimmtán dali. Ótakmarkaður aðgangur að síðunni í fjórar vikur auk hugbúnaðar í töflutölvur mun kosta tuttugu dali. Áskrifendum dagblaðsins fá hins vegar fullan aðgang að vefsíðunni.

Arthur Sulzberger, útgefandi Times, segir í bréfi til lesenda að stafræn áskrift sé „fjárfesting í framtíðinni“.

„Þetta mun gera okkur kleift að þróa nýjar tekjulindir sem munu styrkja okkar fréttaflutning og undirbúa okkur fyrir tækninýjungar sem munu auðvelda okkur að bjóða upp á blaðamennsku í hæsta gæðaflokki á hverju því tæki sem þú velur,“ sagði Sulzberger.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert