Útilokar ekki vopnasendingar

Uppreisnarmenn neyddust til hörfa undan gagnsókn liðsmanna Gaddafis.
Uppreisnarmenn neyddust til hörfa undan gagnsókn liðsmanna Gaddafis. Reuters

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, útilokar ekki að vopnum verði komið til uppreisnarmanna sem berjast nú við liðsmenn Muammars Gaddafi. „Ég útiloka það ekki en ég er ekki heldur að segja að það verði svo,“ sagði Obama í viðtali við NBC í kvöld. Verið væri að meta stöðuna í Líbíu.

Í viðtalinu sagðist Obama viss um að Gaddafi myndi láta af völdum, hann myndi kikna undan hinum mikla alþjóðlega þrýstingi sem væri á honum. 

Fyrr í dag sagði Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, að bann við sölu vopna til Líbíu ætti ekki lengur við. Samþykkt öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um flugbann yfir Líbíu hefði fellt hana úr gildi. 

Framsókn uppreisnarmanna í átt að Sirte, fæðingarbæ Gaddafis, var stöðvuð í dag af liðsmönnum harðstjórans. Urðu uppreisnarmenn að hörfa um 40 kílómetra undan stórskotaliðsárás líbíska hersins. 

Obama er þess fullviss að Gaddafi neyðist til að láta …
Obama er þess fullviss að Gaddafi neyðist til að láta af völdum. Reuters
Undanhald uppreisnarmanna var óskipulagt.
Undanhald uppreisnarmanna var óskipulagt. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert