NATO ber nú ábyrgð

www.nato.int

Atlantshafsbandalagið, NATO, tók yfir ábyrgð á öllum hernaðaraðgerðum í Líbíu í morgun. Er aðgerðunum stýrt frá stjórnstöð NATO í Napólí á Ítalíu en yfirstjórn er í Mons í Belgíu.

NATO tók í morgun yfir stjórn sprengjuárása á líbíska herinn. Herskip á vegum  NATO hófu í síðustu viku að fylgjast með ströndum Líbíu til að tryggja að þangað væru ekki flutt vopn.

NATO samþykkti á sunnudag að taka við stjórn allra aðgerða gegn Líbíu eftir að Tyrkir og Frakkar létu af andstöðu sinni. 

Talið er að valdatími Gaddafis fari nú að líða undir lok, eftir að utanríkisráðherra Líbíu, Moussa Koussa, sagði af sér.

Þetta staðhæfði fyrrum innflytjendaráðherra Líbíu, Ali Errishi, í viðtali við frönsku sjónvarpsstöðina France 24 í morgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert