Biblíur gerðar upptækar

Biblíur á malasísku voru gerðar upptækar en síðan skilað eftir …
Biblíur á malasísku voru gerðar upptækar en síðan skilað eftir stimplun og merkingar. Reuters

Stjórnvöld í Malasíu hafa gert þúsundir Biblía á malasísku upptækar. Ástæðan er sú að í þýðingunni er notað orðið Alla sem þýðing á Guð. Þær verða  stimplaðar „kristileg útgáfa“ til þess að binda endi á deilu við múslima, að sögn stjórnvalda í morgun.

Búið er að gera meira en 35.000 Biblíur upptækar á síðustu tveimur árum. Það var gert í kjölfar mótmæla íslamskra leiðtoga sem sögðu að aðrir en Múslimar ættu ekki að nota nafnið Alla.

Flestum bókunum var skilað en þá höfðu flestar verið stimplaðar með raðnúmerum, stimpli yfirvalda og orðunum „Einungis fyrir kristna“. Kristnir menn telja þetta jaðra við vanhelgun.

Idris Jala, hjá forsætisráðuneyti landsins, sagði að samkvæmt nýju samkomulagi við kristna íbúa verði Biblíum sem áttu að fara til Sabah og Sarawak héraða á Borneó eyju skilað án allara merkinga. Þar er meirihluti íbúanna kristinnar trúar. Merki verða afmáð af þeim bókum sem þegar er búið að merkja.

Öðru máli gegnir með 5.100 bækur sem biblíufélag Malasíu flutti inn til notkunar á meginlandinu. Þær verða nú stimplaðar með merkingunni „kristileg útgáfa“ og krossmarki ofan á fyrri merkingar.

Félagið féllst á þetta og kvaðst vera „mjög þakklátt“ fyrir aðgerðir ríkisstjornarinnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert