Öfundsjúk vegna söngsins

Shacara McLaurin.
Shacara McLaurin.

Fimm menntaskólanemendur hafa verið ákærðir fyrir að ráðast á 17 ára gamla stúlku í New York og misþyrma henni. Að sögn bandarískra fjölmiðla ástæðan fyrir árásinni talin sú að ungmennin öfunduðu stúlkuna af sönghæfileikum hennar. 

Stúlkan, sem heitir Shacara McLaurin, sagði við Daily News að hún gæti ekki opnað munninn eftir árásina en ungmennin réðust á hana með hengilás vafinn í sokk að vopni.

McLaurin sagði við blaðið, að önnur stúlka hefði viljað vinna henni mein vegna þess að hún söng betur. Þær ætluðu báðar að taka þátt í hæfileikakeppni í   Brooklyn akademíunni á föstudag en þeirri keppni var aflýst vegna málsins.

Blaðið segir, að ungmennin fimm hafi verið ákærð fyrir líkamsárás, brot gegn vopalögum og áreitni.

Frétt á YouTube

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert