Eldri borgari féll í hafið

Konan veiktist um borð í skemmtiferðaskipinu Ocean Countess.
Konan veiktist um borð í skemmtiferðaskipinu Ocean Countess.

Lögreglan í Noregi hefur til rannsóknar hvað fór úrskeiðis þegar björgunarsveitarmenn misstu aldraða konu í Noregshaf. Konan, sem er bresk, hafði veikst um borð í skemmtiferðaskipi og var óskað eftir því að hún yrði sótt og flutt á sjúkrahús.

Per Thomassen, talsmaður lögreglunnar, segir að konan, hin 73 ára gamla Janet Richardson, hafi verið farþegi um borð í Ocean Countess í lok mars sl. Hún hafi veikst og því hafi verið óskað eftir því að björgunarskip kæmi til aið sækja hana.

Ernst Larsen, talsmaður norsku strandgæslunnar, segir að konan hafi fallið í sjóinn þegar verið var að flytja hana í björgunarbát. Hún hafi verið í sjónum í um fjórar mínútur áður en henni var bjargarð. 

Larsen segir að konan liggi enn á sjúkrahúsi í Bretlandi. Hann segist ekki hafa upplýsingar um líðan hennar.

Hann segir að innri endurskoðun á atvikinu eigi sér einnig stað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert