Krossfestir á hverju ári

Þúsundir áhorfenda fylgdust með heittrúuðum kaþólskum Filippseyingum líkja eftir krossfestingu Krists á föstudaginn langa.

Heittrúaðir kaþólikkar á Filippseyjum eru negldir á trékrossa á föstudaginn langa til að líkja eftir krossfestingu Jesú Krists á föstudaginn langa.  Þátttakandi ber kross sinn eftir götunum.

Varðmenn í búningum smána hann. Aðrir ganga um berfættir og berir að ofan og strýkja sig með bambusflísum á bandspotta. Kaþólikkar á norðurhluta Filippseyja iðka þessa öfgakenndu tjáningu trúrækni í dymbilviku, frá pálmasunnudegi til páskadags. 

Ruben Enaje, sem er fimmtugur, hefur leikið þennan leik undanfarin 25 ár, allt frá því að hann lifði af fall ofan af húsi árið 1985. Hann gefur þeim sem vilja feta í hans fótspor ráð.  

„Maður á að halda yfirbótinni áfram svo lengi sem hún kemur frá hjartanum. En ekki stæra þig af henni,“ sagði Ruben Enaje. Þessi helgisiður byrjaði sem staðbundinn viðburður, en vaxandi vinsældir hans hafa laðað að æ fleiri með hverju ári sem líður.  

Nú flykkjast að ferðamenn, bæði heimamenn og frá öðrum löndum,  til þess að horfa á sjónarspilið.

„Eftir því sem ég hef séð þá virðist þetta nokkuð spennandi, nokkuð klikkað, en algerlega einstök lífsreynsla, eitthvað sem ég hef aldrei séð í Ameríku, svo ég er spennt að taka þátt í þessu,“ sagði Emily Partridge ferðamaður.

Kaþólska kirkjan neitar að viðurkenna þetta óhugnanlega framferði og hefur lýst vanþóknun sinni á sjálfspyntingunum og því sem hún telur vera rangtúlkun trúarinnar. Meira en 80% af 90 milljónum íbúa Filippseyja aðhyllast kaþólska trú. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert