McCain í Benghazi í Líbíu

Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn John McCain er nú í Líbíu.
Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn John McCain er nú í Líbíu. Reuters

Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn og fyrrum forsetaframbjóðandinn John McCain heimsótti höfuðstöðvar uppreisnarmanna í borginni Benghazi í austurhluta Líbíu í morgun.

Hópur fólks safnaðist að McCain þegar hann mætti í dómshúsið í miðborginni og kyrjaði fólkið „Frjáls Líbía, Gaddafi farðu burt - þakka þér Ameríka, þakka þér Obama“.

Reiknað er með að McCain hitti foringja þjóðarráðs uppreisnarmanna síðar í dag, að sögn embættismanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert