Hátíð hins heilaga eldsÍ

Margir voru viðstaddir í Grafarkirkjunni í Jerúsalem í dag þegar hátíð hins heilaga elda var haldin. Þessi hátíð markar upphaf páskanna samkvæmt gamalli hefð grísku rétttrúnaðarkirkjunnar.

Grafarkirkjan er í Jerúsalem og er talin vera byggð yfir staðinn þar sem Jesús var krossfestur og grafinn og þar sem hann reis upp.  

Fólk safnast saman á torginu framan við kirkjuna og bíða þess að patríarki rétttrúnaðarkirkjunnar komi út úr grafhvelfingunni með eldinn, sem talinn er vera kraftaverk og markar upphaf páskahátíðarinnar.

Kerti lýsa brátt upp kirkjuna. Hinn helgi eldur er síðan fluttur til Betlehem, fæðingarstaðar Jesú. Þar bíður fólk á torginu framan við Fæðingarkirkjuna og fagnaðarlæti brjótast út þegar  Theophiktos erkibiskup kemur með eldinn.

Á öldum áður var ætlast til, að pílagrímar flyttu eldinn til þorpa sinna í Austur-Evrópu og Rússlandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert