„Öldungarnir" á leið til Norður-Kóreu

Norður-kóreskur hermaður við landamæri Kóreuríkjanna.
Norður-kóreskur hermaður við landamæri Kóreuríkjanna. Reuters

Hópur fyrrverandi þjóðhöfðingja er á leið til Norður-Kóreu til að reyna að fá þarlend stjórnvöld til að taka upp viðræður um kjarnorkumál að nýju.

Í hópnum, sem nefndur er Öldungarnir, eru Jimmy Carter, fyrrum Bandaríkjaforseti,  Martti Ahtisaari, fyrrum forseti Finnlands, Mary Robinson, fyrrum forseti Írlands og Gro Harlem Brundtland, fyrrum forsætisráðherra Noregs.

Hópurinn kom til Peking í Kína í dag á leiðinni til Norður-Kóreu. Ætla þjóðarleiðtogarnir fyrrverandi einnig að ræða við norður-kórensk stjórnvöld um viðvarandi matarskort í landinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert