Rýnt í gestalista brúðkaupsins

Vilhjálmur prins og unnusta hans Kate Middleton.
Vilhjálmur prins og unnusta hans Kate Middleton. Reuters

Gestalistinn í hið konunglega brúðkaup, sem birtur var að hluta í gær, vekur misjöfn viðbrögð og hneykslast sumir m.a. á því að erlent kóngafólk frá löndum með slæmt orðspor í mannréttindamálum skuli vera boðið,  en ekki tveimur fyrrverandi forsætisráðherrum Bretlands.

Mannréttindasamtök gagnrýna Vilhjálm Bretaprins og Kate Middleton fyrir að bjóða kóngafólki frá löndum eins og Bahrain, Svasílandi og víðar þar sem yfirvöld hafa kveðið mótmælendur í kútinn með ofbeldi á síðustu vikum. Samtök lýðveldissinna í Bretlandi, sem eru mótfallin konungdæminu, segja að gestalistinn sé eins og „hverjir voru hvar" úr hópi einræðisherra og undirsátum þeirra.

Þá benda bresk dagblöð á það í dag að litið sé hjá fyrrum forsætisráðherrum verkamannaflokksins, þeim Tony Blair og Gordon Brown, á meðan Íhaldsleiðtogarnir Margaret Thatcher og John Major fengu boðskort. Talsmenn konungsfjölskyldunnar segja hinsvegar skýringuna þá að Brown og Blair hafi ekki hlotið riddaratign líkt og þau Major og Thatcher. Thatcher hefur reyndar afþakkað boðið í brúðkaupið af heilsufarsástæðum en Thatcher, sem var gæslumaður prinsanna eftir dauða móður þeirra, ætlar að mæta.

Lítið er um stjörnur úr skemmtanalífinu á gestalistanum en þó má sjá þar þau David og Victoriu Beckham, tónlistarmanninn Elton John og leikarann Rowan Atkinson.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert