Tjaldað við Westminster Abbey

Áhugafólk um brúðkaup þeirra Vilhjálms Bretaprins og Kate Middleton flykkist nú til London í von um að sjá þeim bregða fyrir. Tjaldbúðir hafa verið reistar í nágrenni Westminster Abbey.

Veðrið hefur verið tjaldbúum hliðhollt, en lítið hefur rignt að undanförnu. Einn tjaldbúanna, John Loughrey, sem einnig gisti í tjaldi þegar foreldrar Vilhjálms, þau Karl og Díana gengu í það heilaga, segir að lítið sé um svefn í tjaldinu. Það sé þó ekki vegna þess að næturstaðurinn er hörð gangstéttin, heldur sígur honum ekki blundur á brá vegna spennu.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert