Hertogahjónin af Cambridge

Elísabet Englandsdrottning veitti sonarsyni sínum, Vilhjálmi Bretaprins, titilinn hertoginn af Cambridge  í morgun. 

Kate Middleton verður því eftir brúðkaupið í dag hertogaynjan af Cambridge.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Buckingham höll. Auk hertogatitilsins verður  Vilhjálmur jarl af Strathearn og baróninn af Carrickfergus.

Síðasti hertoginn af Cambridge var Georg prins, sem var fæddur árið 1819.

Hefð er fyrir því að konunglegir brúðgumar fái að minnsta kosti einn titil á brúðkaupsdaginn og brúðurin fær titilinn sjálfkrafa við giftinguna.

Auk hertogaynjutitilsins verður Kate einnig prinsessa Vilhjálmur af Wales. Hún getur ekki orðið Catherine prinsessa, vegna þess að hún fæddist ekki konungborin.


Reuters
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert