Leynifundur í Lúxemborg

Frá Lúxemborg.
Frá Lúxemborg. mbl.is/Ómar Óskarsson

Nokkrir fjármálaráðherrar ríkja sem nota evruna sitja á leynilegum fundi í Lúxemborg og ræða þar „erfið mál“, þar á meðal efnahagsvanda Grikkja. Fundarmenn munu þó ekki ræða það að vísa Grikklandi af evrusvæðinu.

Fulltrúar framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins (ESB) og fjármálaráðherrar Þýskalands, Frakklands og Hollands eru í stórhertogadæminu, að sögn fréttavefjarins euobserver.com. Heimildarmaður vefjarins sagði að þeir ræði skuldavanda evrusvæðisins í ljósi viðvarandi vandamála í Grikklandi.

Jean-Claude Juncker, forsætisráðherra Lúxemborgar, er einnig á fundinum, „þrátt fyrir afneitanir ráðuneytis hans“ að sögn heimildarmannsins.

Talið var að fulltrúi Finna kynni einnig að mæta, en enginn frá Grikklandi. Reiknað var með að á fundinum bæri á góma umtalsverðan hóp finnskra þingmanna sem eru tregir til að koma Portúgal til hjálpar.

Þá var talið að val á næsta seðlabankastjóra Seðlabanka Evrópu bæri einnig á góma á fundinum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert