Miklar eignir mafíunnar gerðar upptækar

Lögreglan á Ítalíu hefur lagt hald á miklar eignir ítölsku mafíunnar að verðmæti meira en 600 milljónir evra og handtekið sjö meinta forsvarsmenn hennar í Róm og Napólí.

Í yfirlýsingu frá lögreglunni segir að á meðal eignanna séu um 900 fasteignir, 23 fyrirtæki og 200 bankareikningar. á meðal þeirra handteknu er Feliciano Mallardo, sem talinn er leiðtogi mafíunnar í Napólí.

Lögreglan segir að umrædd fyrirtæki hafi verið á öllum sviðum viðskiptalífsins og í raun stjórnað því.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert