Dauði bin Laden kraftaverk páfa

Alan Garcia, forseti Perú, þakkar einnig George W. Bush fyrir …
Alan Garcia, forseti Perú, þakkar einnig George W. Bush fyrir dauða Osama bin Ladens. HO

Margir þjóðarleiðtogar hafa fagnað morðinu á Osama bin Laden en forseti Perú gengur hins vegar skrefi lengra. Sagði hann á dögunum að dauði bin Ladens væri fyrsta kraftaverk Jóhannesar Páls páfa eftir að hann var blessaður af Páfagarði.

„Ég hef sagt að fyrsta kraftaverk hans hafi verið að fjarlægja af yfirborði jarðar þessa djöfullegu holdgervingu glæpa, illsku og haturs. Þetta eru frábærar fréttir sem ættu að gleðja herra Obama,“ sagði Alan García, forseti Perú í viðtali við dótturstöð CNN í landinu.

„Á vissan hátt er þetta líka uppreisn æru fyrir fyrrverandi Bandaríkjaforseta, George W. Bush, sem tók ákvörðunina um að refsa bin Laden og að halda áfram því starfi sem nú hefur borið ávöxt af þolinmæði.“

Jóhannes Páll páfi annar lést í apríl 2005 og var blessaður aðeins nokkrum klukkustundum áður en Barack Obama, Bandaríkjaforseti, tilkynnti um morðið á bin Laden. Blessun er fyrsta skrefið í átt að því að fólk sé tekið í dýrlingatölu.



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert