Eyðing regnskóganna sexfaldast

Amazon frumskógurinn í Brasilíu.
Amazon frumskógurinn í Brasilíu. Reuters

Eyðing regnskóganna í Brasilíu hefur nánast sexfaldast á milli ára, ef marka má  nýjar gervihnattamyndir af landinu. Á myndum sem geimrannsóknarstöð Brasilíu tók í apríl í fyrra sýndu skógareyðingu á 103 ferkílómetra svæði, en á sama tíma í ár náði eyðingin yfir 593 ferkílómetra svæði.

Stærstur hluti eyðileggingarinnar er í Mato Grosso héraði, sem er hjarta sojabaunaræktunar Brasilíu. Umhverfisráðherra Brasilíu, Izabella Teixeira, segir að tíðindin séu áhyggjuefni og hefur hún sett á fót sérstaka „krísunefnd" til að bregðast við eyðingunni. BBC segir að umfang skógareyðingarinnar hafi komið brasilísku ríkisstjórninni á óvart.

Umhverfisverndarsinnar segja að vaxandi kröfur um land fyrir sojabaunaræktun og undir búpening geri það að verkum að bændur ryðji undir sig æ meira land. Aðrir sjá hinsvegar beintengingu milli aukinnar skógareyðingar og mánaðarlangra deilna um hvort slaka eigi á núverandi lögum um vernd regnskóganna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert