Tekinn af lífi með dýralyfi

Andstæðingar dauðarefsinga mótmæla.
Andstæðingar dauðarefsinga mótmæla. AP

Maður, sem var dæmdur fyrir að myrða 13 ára stúlku, var í dag tekinn af lífi með dýralyfi í Arizona. Þessi aðferð er sífellt meira notuð til að taka menn af lífi í Bandaríkjunum.

Donald Beaty var dæmdur til dauða fyrir að nauðga og myrða 13 ára stúlku árið 1984. Hann er nítjándi maðurinn til að vera tekinn af lífi í Bandaríkjunum á þessu ári. Þar af hafa 11 verið teknir af lífi með dýralyfi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert