Vilja að ESB-umsókn verði hraðað

Boris Tadic, forseti Serbíu.
Boris Tadic, forseti Serbíu. Reuters

Serbnesk stjórnvöld vilja að umsókn þeirra um aðild að Evrópusambandinu verði tekin fyrir af sambandinu í kjölfar þess að fyrrum hershöfðingi Bosníu-Serba, Ratko Mladic, var handtekinn í vikunni vegna stríðsglæpa í Bosníu-stríðinu í lok síðustu aldar.

Forseti Serbíu, Boris Tadic, sagði ennfremur að áherslan væri nú á að hafa hendur í hári forvera síns í embætti forseta Goran Hadzic, síðasta eftirlýsta stríðsglæpamannsins í röðum Serba úr stríðinu. Þá væri ætlunin að efla baráttu gegn glæpum og spillingu í landinu.

„Í kjölfar handtöku Mladics er ég sannfærður um að okkur muni takast að ná Goran Hadzic og þá munum við einnig geta beitt okkur í auknum mæli gegn skipulagðri glæpastarfsemi,“ sagði Tadic.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert