12 manns látnir í Þýskalandi af völdum E. coli bakteríunnar

Talið er að E. coli bakteríuna megi rekja til innfluttra …
Talið er að E. coli bakteríuna megi rekja til innfluttra gúrkna, líklega frá Spáni. TOBIAS SCHWARZ

Að minnsta kosti 12 manns hafa látist í Þýskalandi af völdum skæðrar bakteríu sem rekja má til innfluttra gúrkna. Þetta kemur fram í yfirlýsingu þýskra yfirvalda í dag en mörg hundruð manns liggja nú á sjúkrahúsum þar í landi til meðferðar við E. coli sýkingu.

11 af þeim 12 sem látist hafa voru konur. Þær voru allar frá Norður-Þýskalandi nema ein.

E. Coli bakterían getur m.a. orsakað sýkingu af haemolytic uraemic syndrome (HUS) en það er sjúkdómur sem getur leitt til fækkunar á blóðflögum og nýrnabilunar. Ef sjúkdómurinn er alvarlegur getur hann leitt til dauða.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert