Gaddafi „búinn að vera“

Franco Frattini, utanríkisráðherra Ítalíu. (Fyrir miðju).
Franco Frattini, utanríkisráðherra Ítalíu. (Fyrir miðju). Reuters

Franco Frattini, utanríkisráðherra Ítalíu, segir að ríkisstjórn Múammars Gaddafis, leiðtoga Líbíu, sé „búin að vera“. Herþotur NATO héldu áfram í dag að gera loftárársir á skotmörk í Trípólí, höfuðborg Líbíu. Þá hafa tilraunir Afríkuríkja til að miðla málum ekki skilað neinum árangri.

„Ríkisstjórn Gaddafis er búin að vera og hann verður að fara frá. Hann verður að fara úr landi,“ sagði Frattini á blaðamannafundi í Benghazi, ásamt Ali al-Essawi, sem fer með utanríkismál uppreisnarmanna í landinu.

„Aðstoðarmenn hans eru farnir, hann nýtur ekki stuðnings á alþjóðavísu, leiðtogar G-8 ríkjanna hafna honum. Hann verður að fara,“ segir ráðherrann ennfremur. 

Frattini lét ummælin falla skömmu áður en athöfn hófst þar sem nýr ítalskur ræðismannsbústaður var vígður í borginni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert