Rottugangur í þotu

Rottur eru almennt ekki vel séðar og síður en svo …
Rottur eru almennt ekki vel séðar og síður en svo um borð í flugvélum. Arnaldur Halldórsson

Ástralska flugfélagið Qantas neyddist til að kyrrsetja eina af Boeing 767 þotum sínum eftir að fimm rottur fundust um borð, rétt áður en hleypa átti farþegum um borð í vélina.

Atvikuð átti sér stað á flugvellinum í Sydney í Ástralíu í gær, en vélin átti að fara til Brisbane.

Talsmaður flugfélagsins sagðist ekki hafa hugmynd um hvernig rotturnar hefðu komist um borð, en verið er að rannsaka málið.

Fjórfætlingarnir munu ekki hafa unnið neinar skemmdir á vélinni eða innanstokksmunum hennar, en var engu að síður refsað grimmilega og munu ekki vera lengur í tölu lifenda.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert