Sukk og svall hjá framkvæmdastjórum ESB?

José Manuel Barroso og aðrir í framkvæmdastjórninni þykja eyðslusamir.
José Manuel Barroso og aðrir í framkvæmdastjórninni þykja eyðslusamir.

Fjárlög Evrópusambandsins eru ávallt tilefni harðra átaka og svo verður einnig í júlí þegar fjárlög fyrir 2012 verða lögð fram, að sögn óháðs, bresks vefjar, The Bureau of Investigative Journalism.

Framkvæmdastjórnin fer fram á 4,9% hækkun á fjárlögunum sem nú nema 117 milljörðum punda (liðlega 21 þúsund milljörðum ísl. króna), en á sama tíma þurfa aðildarríkin að grípa til harkalegs niðurskurðar.

Fjármál sambandsins hafa lengi verið í ólestri. Þess má geta að í fyrra tókst loks að fá endurskoðendur til að gefa rekstrinum heilbrigðisvottorð, nokkuð sem ekki hafði tekist í 16 ár í röð, svo margt fannst þeim alltaf athugavert og óljóst. En nú hefur áðurnefndur vefur í samstarfi við blaðið Financial Times svipt hulunni af bruðli framkvæmdastjóranna 27.

Varið er milljónum evra ár hvert í einkaþotur, veislur og munaðarlíf á rándýrum hótelum út um allan heim, framkvæmdastjórarnir gáfu gestum sínum í Brussel skartgripi frá hinu fræga Tiffany's í New York. José Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnarinnar, dvaldi í fjóra daga á svítu í New York, reikningur hans og átta aðstoðarmanna var upp á 24.600 pund eða um 4,5 milljónir króna.

„Viðburður“ í Amsterdam á vegum framkvæmdastjóranna, sem sagður var í tengslum við vísindi, innihélt m.a. „ólýsanlega undranótt sem engu líkist...nýjustu hátækni, ögrandi list, ásamt spennandi kokkteilum, óvæntum skemmtiatriðum og plötusnúðum í háklassa“. Móttakan kostaði skattborgarana í aðildarríkjunum 66 þúsund pund, um 12 milljónir króna. „Þetta gerir hyldýpið milli borgaranna og skriffinnanna í Brussel enn stærra og dýpra en ella,“ segir Martin Ehrehauser, austurrískur fulltrúi á þingi ESB.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert