Umhverfisvænt að fella úlfalda?

Talið er að um 1,2 milljónir úlfalda gangi nú lausir …
Talið er að um 1,2 milljónir úlfalda gangi nú lausir í óbyggðum Ástralíu, þar sem þeir hafa fengið að vera í friði í rúma öld. Reuters

Áströlsk stjórnvöld leggja til að það verði gert leyfilegt að fella úlfalda í því skyni að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Hvergi í heiminum eru fleiri villtir úlfaldar en í Ástralíu. Yfirvöld eru farin að líta á þá sem umhverfisógn þar dýrin losa mikið af metangasi þegar þau ropa.

Tillagan gengur út á það að leyfa skyttum að fella dýrin og í staðinn fá þeir kolefnisheimildir (e. carbon credits) sem þeir geta svo selt fyrirtækjum á heimsvísu, sem vilja fá aukna kolefnisheimildir.

Talið er að hver og einn úlfaldi losi um 45 kíló af metangasi á ári hverju. Það samsvarar einu tonni af koltvísýringi á ári, sem er um það bil einn sjötti þess sem bandaríska umhverfisverndarstofnunin segir að meðalbifreið framleiði árlega.

Í næstu viku mun fulltrúadeild ástralska þingsins greiða atkvæði um frumvarp sem fjallar um að setja á laggirnar kerfi sem veitir kolefnisheimildir í baráttunni við losun gróðurhúsalofttegunda. Talið er að það verði samþykkt sem lög innan fárra vikna.

Í framhaldinu verður farið yfir það sem menn verði að gera til að fá slíkar heimildir. Þar á meðal verður skoðað hvort úlfaldaráp heyri undir það.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert