Hvetja Bandríkin til þess að forðast greiðsluþrot

Fjármálaráðherra Kanada, Jim Flaherty.
Fjármálaráðherra Kanada, Jim Flaherty. Reuters

Stjórnvöld í Kanada hvöttu Bandaríkin í gær til þess að forðast það að lenda í greiðsluþroti enda hefði það í för með sér „truflanir“ fyrir hagkerfi heimsins. Fjármálaráðherra Kanada, Jim Flaherty, sagði fjölmiðlum að hann hefði rætt málið við bandaríska ráðamenn og hvatt þá til þess að finna einhverja lausn á fjárlagahalla Bandaríkjanna en Bandaríkin eru gríðarlega mikilvægur markaður fyrir kanadískan útflutning.

„Við þurfum ekki á frekari truflun á hagkerfi heimsins að halda þessa dagana,“ sagði Flaherty. Ummæli hans koma í kjölfar þess að enn er reynt að ná samstöðu á Bandaríkjaþingi um að hækka þakið á leyfilegum skuldum bandaríska ríkisins fyrir 2. ágúst nk. en þá gæti farið svo að Bandaríkin fari að hætta að geta greitt af skuldum sínum að öðrum kosti.

Fjárlagahalli bandaríska ríkisins á þessu ári er talinn verða um 1,4 trilljónir dollarar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert