Meirihluti Breta vill yfirgefa Evrópusambandið

Höfuðstöðvar Evrópusambandsins í Brussel.
Höfuðstöðvar Evrópusambandsins í Brussel. AP

Samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar í Bretlandi sem birtar voru í dag vill meirihluti breskra kjósenda að Bretland segi skilið við Evrópusambandið. Samkvæmt þeim vilja 48% yfirgefa sambandið á meðan rúmur þriðjungur, eða 35%, vilja að Bretar verði áfram aðilar að því.

Sé einungis miðað við þá sem taka afstöðu með eða á móti í skoðanakönnuninni, sem fyrirtækið YouGov framkvæmdi, eru tæp 58% á því að yfirgefa ESB en 42% vilja vera áfram innan sambandsins.

Þá kemur fram að 44% telji Breta tapa á því að vera aðilar að ESB og að 59% vilji að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram um aðild Bretlands að sambandinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert