Lög gegn Roe gegn Wade

Hjónabönd samkynhneigðra voru nýverið leidd í lög í New York. …
Hjónabönd samkynhneigðra voru nýverið leidd í lög í New York. Í Ohio hyggjast menn nú setja lög þvert á niðurstöðu hæstaréttar í Roe vs. Wade. Reuter

Fulltrúaþing Ohio-ríkis í Bandaríkjunum samþykkti í dag lög sem banna fóstureyðingar eftir að hægt að er nema hjartslátt fóstursins en það er í sumum tilfellum hægt strax á sjöttu viku.

Lögin ganga þvert á einn frægasta dómsúrskurð bandaríska hæstaréttarins frá árinu 1973 í máli Roe gegn Wade, þar sem kveðið var á um að konur eigi rétt á að láta eyða fóstri þar til það hefur náð þeim þroska að geta lifað sjálfstæðu lífi utan líkama konunnar en það er áfangi sem fóstur ná yfirleitt á 22-24 viku.

Í nýju lögunum er ekki gert ráð fyrir undantekningum í þeim tilfellum þegar barnið kemur undir í kjölfar sifjaspells eða nauðgunar né þegar líf móðurinnar er talið í hættu.

Atkvæðin féllu 54-43, þannig að rebúblikanar kusu með en demókratar á móti. Rebúblikanar náðu meirihluta í kosningunum síðastliðinn október og túlka þau úrslit sem vísbendingu um vilja kjósenda í fóstureyðingaumræðunni.

Demókratar og ýmis samtök sem berjast fyrir rétti kvenna til fóstureyðinga hafa fordæmt lögin. Fullvíst er að lögmæti þeirra verður véfengt fyrir dómstólum og segja margir það út í hött að eyða peningum skattgreiðenda í þann málarekstur.

Öldungadeild ríkisþingsins á eftir að fjalla um lögin og munu þau ekki taka gildi nema þau verði einnig samþykkt þar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert