Finnar til í að aðstoða Grikki

Frá mótmælunum á götum Aþenu í Grikklandi.
Frá mótmælunum á götum Aþenu í Grikklandi. Reuters

Nýr forsætisráðherra Finnlands, Jyrki Katainen, lýsti því yfir í dag að Finnar væru til í að aðstoða Grikki og koma í veg fyrir greiðslufall gríska ríkisins.

Sagði hann á finnska þinginu að aðstoð við Grikki yrði að koma frá öllum ríkjum ESB og frá Finnlandi þar á meðal.

„Ef þetta kallar á viðræður við banka, þá verður svo að vera," sagði Katainen.

Stutt er síðan Finnar tóku þátt í lántökum AGS fyrir Portúgal upp á 78 milljarða evra, eftir að málið hafði verið rætt mánuðum saman á finnska þinginu. Þarlendir flokkar á hægri vængnum lýstu sig andsnúna því að Finnar kæmu þjáðum evruríkjum til aðstoðar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert