Meirihluti Þjóðverja trúir á evruna

Seðlabanki Evrópu
Seðlabanki Evrópu Reuters

Meirihluti Þjóðverja, 60%, trúir því að evran og myntbandalag Evrópu muni lifa af þann brotsjó sem nú gengur yfir svæðið.  Þetta er niðurstaða nýrrar skoðanakönnunar sem Forsa vann fyrir Stern vikuritið og birt er í dag. Meirihluti aðspurðra er ánægður með Evrópusambandið. 

37% þeirra sem tóku þátt telja að einhver evru-ríki eigi eftir að taka upp sinn fyrri gjaldmiðil.

23% aðspurðra segjast vera reiðubúnir til að greiða sérstakan skatt til þess að aðstoða Grikki út úr fjárhagsvanda sínum.

Skiptar skoðanir eru hins vegar um hvort Þýskaland eigi að taka þátt í að aðstoða Grikki í annað sinn, 49% eru fylgjandi stuðningi en 47% á móti.

40% eru ánægðir með völd ESB en 33% telja að ríki eigi að fá til baka eitthvað af þeim völdum sem færst hafa til yfirstjórnar ESB.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert