Áttu aldrei að taka upp evru

Óeirðir hafa verið í höfuðborg Grikklands undanfarna daga
Óeirðir hafa verið í höfuðborg Grikklands undanfarna daga Reuters

Grikkir hefðu aldrei átt að fá aðild að Myntbandalagi Evrópu, segir fyrrum fjármálaráðherra Þýskalands, Theo Waigel, í viðtali við Phoenix sjónvarpsstöðina.

Hann segir að Grikkir hefðu aldrei átt að fá að taka upp evruna þar sem staða ríkisins var ekki nægjanlega góð. Grikkir blekktu og sviku alla, segir Waigel.

Hann segir að ekki hafi verið nægjanlegt eftirlit með Grikklandi en Grikkir tóku upp evru árið 2001. Þremur árum síðar greindu grísk stjórnvöld frá því að fjárlagahallinn hafi verið mun meiri en fyrrverandi ríkisstjórn sósíalista hafði haldið fram. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert