Danir vilja leyfa sölu á piparúða

Lögreglan beitti piparúða gegn mótmælendum við Alþinghúsið.
Lögreglan beitti piparúða gegn mótmælendum við Alþinghúsið. mynd/Jóhannes Gunnar Skúlason

Meirihluti Dana, eða 61%, vill að leyft sé að selja piparúða til sjálfsvarnar í Danmörku. Sala á piparúða er frjáls í Þýskalandi og segir fréttavefur Berlingske að margir bregði sér yfir landamærin til að kaupa úðann. Með því að taka úðann heim til Danmerkur brjóta þeir dönsk vopnalög.

Í fréttinni segir að nágrannar fari til Þýskalands og kaupi piparúða fyrir heilu einbýlishúsagöturnar, foreldrar kaupi úða handa dætrum sínum og menn stingi honum í vasann fyrir göngutúra. 

Allt þetta fólki brýtur gegn dönskum vopnalögum en samkvæmt skoðanakönnun sem gerð var fyrir Berlingske er 61% Dana fylgjandi því að leyfa piparúða. Einungis 29% vilja viðhalda banninu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert